Fjölskyldur sameinast á Eid

Sýrlenskt flóttafólk sem fór yfir landamærin frá Tyrklandi til þess …
Sýrlenskt flóttafólk sem fór yfir landamærin frá Tyrklandi til þess að fagna Eid með fjölskyldunni í heimalandinu. AFP

Steifi flúði til Tyrklands fyrir meira en ári síðan en er nú með fjölskyldu sinni, foreldrum og bróður í heimabæ sínum Binnish í Idlib héraði. 

Beðið eftir skráningu á landamærunum.
Beðið eftir skráningu á landamærunum. AFP

Tæplega þrjár milljónir Sýrlendinga hafa fengið skjól í Tyrklandi frá því stríðið hófst í heimalandi þeirra árið 2011. Landamæri ríkjanna eru nánast algjörlega lokið fyrir aðra en bílalestir með hjálpargögn.

Flóttafólki var aftur á móti gefin kostur á að fara yfir landamærin til þess að taka þátt í Eid hátíðinni í síðustu viku. Til þess að nýta sér þetta varð fólk að skrá sig á netinu og það verður að snúa aftur til Tyrklands fyrir 15. október. Að öðrum kosti getur það ekki komið aftur til Tyrklands.

Frá Idlib borg á föstudaginn.
Frá Idlib borg á föstudaginn. AFP

Einhverjir fóru til bæja eins og Al-Bab og Jarabulus í Aleppo héraði en Tyrkir stýrðu hernaðaraðgerðum á bæina um mitt síðasta ár er þeir voru undir yfirráðum vígasveita Ríkis íslams.

Aðrir fóru til Idlib héraðs sem er að mestu undir yfirráðum vígasamtaka sem áður féllu undir Al-Qaeda.

Á sama tíma og Steifi er glaður með að vera heima þá ætlar hann að snúa fljótt aftur til tyrkneska bæjarins Reyhanli þar sem hann starfar hjá netfyrirtæki. 

„Ég mun örugglega dvelja áfram þar sem ég hef atvinnu, sem er í Tyrklandi,“ segir Steifi. „Ef atvinnuástandið batnar  og ríkið verður til aftur þá mun ég svo sannarlega vilja snúa aftur til landsins míns,“ bætir hann við.

Fólk frá Jobar sem er á vergangi í eigin landi …
Fólk frá Jobar sem er á vergangi í eigin landi heimsækir grafir ættingja í heimabænum á fyrsta degi Eid al-Adha. AFP

Yfir 330 þúsund manns hafa verið drepnir í Sýrlandi undanfarin ár en heldur hefur hægt á blóðbaðinu undanfarna mánuði. Steifi segir að það breyti ekki afstöðu sinni. „Stilla er ekki nóg. Ef stofnanir, háskólar og regla verða ekki endurreist og lífið gengur ekki sinn vanagang þá búum við í óstjórn.“

AFP

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðlegu flutningamálastofnunarinnar (International Organization for Migration) sem birtar voru í síðasta mánuði hafa yfir 600 þúsund Sýrlendingar snúið aftur heim í ár. Flestir þeirra voru á vergangi í heimalandinu en 16% voru flóttamenn sem sneru aftur heim frá Tyrklandi, Líbanon, Jórdaníu og Írak.

Á meðan einhverjir þeirra sögðu ástæðuna vera aukið öryggi og bætt efnahagsástand þá varaði IOM við því að margir íbúar Sýrlands hefðu ekki aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu eftir yfir sex ára stríð. 

AFP

Yaman al-Khatib, 27 ára blaðamaður, flúði til Antakya héraðs í Tyrklandi í fyrra ásamt eiginkonu barni. Áður bjó hann í þeim hluta Aleppo-borgar sem var undir yfirráðum uppreisnarmanna. Hann flúði áður en stjórnarherinn náði völdum þar að nýju. Hann fer oft til Sýrlands vegna vinnu sinnar en hefur ekki uppi nein áform um að flytja aftur til Sýrlands.

„Það er hvergi öruggt fyrir okkur að búa eftir að við yfirgáfum Aleppo,“ segir hann. „Sýrland er allsherjar stríðssvæði þannig að Tyrkland var öruggasti staðurinn sem ég fann fyrir fjölskyldu mína,“ segir Khatib.

Þrátt fyrir þetta dreymir hann um að flytja aftur heim. „Straumur sýrlenskra fjölskyldna frá Tyrklandi til Sýrlands er til marks um að alla dreymi um að snúa aftur heim,“ bætir hann. En á meðan öryggi er jafn lítið og raun ber vitni sem og skortur á brýnustu nauðsynjum, eins og vatni og rafmagni, þá er það ekki mögulegt.

AFP

Rahaf, sem er 19 ára gömul, réð vart við tilfinningarnar þegar hún heimsótti ættingja sína í Binnish til að fagna Eid með þeim en hún ætlar líka að snúa aftur til Reyhanli þegar hátíðinni lýkur. Hún flúði til Tyrklands fyrir fimm árum ásamt móður sinni og systur og ætlar í háskólanám þar. Rahaf segir fjölskylduna ekki þora að snúa aftur heim fyrr en stríðið er búið.

„Það er ekki spurning um að ég myndi alvarlega hugsa um að snúa aftur til Sýrlands ef ástandið yrði eins og það var fyrir stríð,“ segir hún. „Það er ekkert sem stendur hjartanu nær en eigið land. Það verður alltaf betra en nokkuð annað ríki,“ segir hún.

Snúið heim til Sýrlands frá Jórdaníu.
Snúið heim til Sýrlands frá Jórdaníu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert