Skutu eldflaug yfir Japan

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan í kvöld frá höfuðborg landsins, Pyongyang. Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt eldflaugaskotið samkvæmt frétt AFP.

Talið er að um sé að ræða svar stjórnvalda í Norður-Kóreu við samþykkt frekari refsiaðgerða gegn landinu af hálfu Sameinuði þjóðanna vegna kjarnorkutilrauna þess. 

Ráðamenn í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu eru að rannsaka upplýsingar um eldflaugarskotið en Suður-Kórea hefur þegar svarað með eldflaugaæfingu í Japanshafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert