Búast við mýkri afstöðu frá Trump

Umhverfisráðherrar 30 ríkja komu saman í Kanada í dag.
Umhverfisráðherrar 30 ríkja komu saman í Kanada í dag. AFP

Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki mýkri afstöðu gegn Parísarsáttmálanum en hann hefur áður gefið til kynna. Miguel Arias Canete, einn æðsti embættismaður Evrópusambandsins á sviði umhverfismála, fullyrti á fundi 30 umhverfisráðherra í Kanada dag að hann hefði heimildir fyrir því að fulltrúar Bandaríkjastjórnar mæti á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna með „skilaboð frábrugðin fyrri skilaboðum Trumps“ varðandi Parísarsáttmálann.

Bandarísk yfirvöld áttu áheyrnarfulltrúa á fundi umhverfisráðherranna en vildi ekki tjá sig við fjölmiðla þegar leitast var eftir viðtali.

Trump tilkynnti um það í byrjun júní að hann hygðist draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum og hefur ákvörðunin því mikil áhrif ef Bandaríkin ákveða að taka þátt í Parísarsáttmálanum að einhverju leyti. AFP greinir frá og kemur þar fram að Bandaríkin ætli ekki að endursemja um Parísarsáttmálann heldur taka til endurskoðunar þá skilmála sem ríkið undirgekkst með undirritun sáttmálans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert