Stefna að auknu varnarsamstarfi

Ljósmynd/Evrópuþingið

Til stendur að rúmlega 20 ríki Evrópusambandsins undirriti varnarsamning á mánudaginn í viðleitni til þess að stuðla að enn nánara hernaðarsamstarfi ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr sambandinu og vaxandi spennu í samskiptum við Rússland. Samtals eru 28 ríki í Evrópusambandinu en Bretar samþykktu í þjóðaratkvæði á síðasta ári að yfirgefa það.

Markmiðið með varnarsamningnum, sem nefnist PESCO, og stofnanauppbyggingu í tengslum við hann er að dýpka varnarsamstarf á milli ríkja Evrópusambandsins og auka samræmingu í þróun á nýrri hernaðartækni segir í frétt AFP. Samningurinn er hluti af vinnu sem Þjóðverjar og Frakkar hafa leitt. Meðal annars verður komið á sérstökum evrópskum varnarsjóði til að fjármagna varnarsamstarfið sem veitt verður 5,5 milljörðum evra í árlega.

Skuldbindingar ríkjanna felast meðal annars í því að auka með reglulegu millibili fjárframlög til varnarmála samkvæmt fréttinni sem og að verja 20% af framlögum til varnarmála ríkjanna til kaupa á hergögnum og 2% í rannsóknir og þróun á hernaðartækni. „Við höfum aldrei komist svona langt áður,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni Evrópusambandsins. Þetta væri ekki aðeins eitthvað á pappír heldur skuldbindingar.

PESCO felur í sér skuldbindingar til þess að útvega „raunverulegan stuðning með mannskap, hergögnum, þjálfun, stuðning við þjálfun og innviði“ fyrir hernaðaraðgerðir Evrópusambandsins segir í gögnum frá sambandinu sem AFP hefur undir höndum. Þau Evrópusambandsríki sem ekki undirrita samninginn geta gerst aðilar síðar.

Einnig er opnað á þátttöku ríkja sem eru ekki í Evrópusambandinu í einstökum hernaðaraðgerðum. Til að mynda Bretlands eftir að ríkið hefur gengið úr sambandinu. Bretar hafa lengi beitt sér gegn skrefum sem gætu leitt til þess að komið yrði á Evrópusambandsher undir yfirstjórn sambandsins.

Brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hefur leitt til þess að aukin áhersla hefur verið lögð á nánari hernaðarsamvinnu ríkja sambandsins. Þannig var til að mynda samþykkt í mars að setja á laggirnar sérstakar höfuðstöðvar til þess að samræma hernaðaraðgerðir Evrópusambandsins utan landamæra þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
Stimplar
...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...