N-Kórea getur ekki haldið heiminum í gíslingu

„Ég tók það skýrt fram að við munum ekki heimila …
„Ég tók það skýrt fram að við munum ekki heimila þessu brenglaða einræðisríki að halda heiminum í gíslingu kjarnorkukúgunar,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforsti í sjónvarpsávarpi sínu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði ráðamenn í Norður-Kóreu í dag við því að heimurinn muni ekki líða þeim það sem hann kallaði „kjarnorkukúgun“. Hét Trump því að hrinda af stað alþjóðlegri herferð, m.a. með aðstoð Kínverja, til að setja „hámarks þrýsting“ á yfirvöld í Norður-Kóreu.

„Ég tók það skýrt fram að við munum ekki heimila þessu brenglaða einræðisríki að halda heiminum í gíslingu kjarnorkukúgunar,“ sagði Trump í sjónvarpsávarpi í dag, en hann kom í gær aftur til Bandaríkjanna eftir för um nokkur Asíuríki.

Sagði Trump Xi Jinping, forseta Kína, hafa heitið því að nýta það fjárhagslega tak sem kínversk stjórnvöld hafi á Norður-Kóreu til að ná því fram að ríkið láti af kjarnorkuáætlun sinni.

„Xi forseti áttar sig á því að Kína stafar mikil ógn af Norður-Kóreu,“ bætti Trump við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert