Rafmagn komið á

Öryggiseftirlit á Hartsfield–Jackson flugvellinum í morgun.
Öryggiseftirlit á Hartsfield–Jackson flugvellinum í morgun. AFP

Mikil röskun var á öllu flugi til og frá alþjóðaflugvellinum í Atlanta eftir að rafmagn fór af. Rafmagnið er loks komið á að nýju en rafmagnslaust var í rúmar 11 klukkustundir á flugvellinum sem er sá fjölfarnasti í heimi.

Aflýsa þurfti hundruðum flugferða á meðan rafmagnslaust var á Hartsfield-Jackson flugvellim frá því klukkan 13 í gær að staðartíma, klukkan 18 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum fengu yfir fimm þúsund farþegar mat á flugvellinum en ekki liggur fyrir nákvæm tala hversu margir biðu á flugvellinum í rafmagnsleysinu.

Talið er að það taki allan daginn að koma flugi á áætlun um flugvöllinn en á hverjum degi fara um 250 þúsund farþegar þar um og flugferðirnar eru um 2.500 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert