Leiðtogafundur Kim og Trump 12. júní

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í dag að leiðtogafundur hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fer fram í Singapúr 12. júní.

„Við munum báðir reyna að gera augnablikið sérstakt með heimsfrið í huga,“ skrifaði Trump meðal annars á Twitter þar sem hann tilkynnti stað og stund fundarins.

Trump greindi frá ákvörðun sinni innan við sólarhring eftir að Norður-Kórea leysti þrjá bandaríska fanga úr haldi. Verður þetta í fyrsta skipti sem leiðtogar ríkjanna hittast.

Trump samþykkti fundarboð stjórnarinnar í Pyongyang í byrjun apríl og síðan þá hafa ýmsir staðir verið nefndir sem mögulegur fundarstaður.

Norðurkór­eska rík­is­frétta­stof­an KCNA hafði eftir Kim í gær að fyrirhugaður fundur hans og Trump yrði sögulegur og að framtíðin á Kóreuskaga væri björt. 

Kim Jong-un og Donald Trump.
Kim Jong-un og Donald Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert