Á móti endurkomu Rússlands í G7-hópinn

Forsætisráðherra Bretlands,Theresa May, og kanslari Þýskalands, Angela Merkel, eru mótfallnar …
Forsætisráðherra Bretlands,Theresa May, og kanslari Þýskalands, Angela Merkel, eru mótfallnar því að Rússar fái inngöngu í G7-hópinn á ný. Leiðtogar Evrópuríkja G7 ræddu möguleikann á ráðstefnu ríkjanna í Quebec í dag. AFP

Evrópuríki sem eiga aðild að hópi G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, hafa sammælst um að Rússland fái ekki inngöngu í hópinn að nýju á meðan ástandið í Úkraínu og samskipti ríkjanna eru óbreytt.

„Við erum sammála um að endurkoma Rússlands í G7-hópinn getur ekki átt sér stað fyrr en umtalsverður árangur hefur náðst í deilunni við Úkraínu,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í samtali við fjölmiðlafólk á ráðstefnu G7-ríkjanna sem fram fer í Quebec í Kanada í dag og á morgun.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hvatti fyrr í dag til þess að Rússland fengi inngöngu í hóp G7-ríkja á nýj­an leik en þeir voru rekn­ir þaðan fyr­ir fjór­um árum eft­ir að þeir inn­limuðu Krímskaga sem áður til­heyrði Úkraínu.

Leiðtogar Evrópuríkjanna í hópnum, það er Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Frakklands, funduðu um tillögu Trumps eftir að hann lagði hana fram.

Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, á ráðstefnu G7-ríkjanna í La Malbaie …
Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, á ráðstefnu G7-ríkjanna í La Malbaie í Quebec. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert