Fundu kafbát nasista

Mynd af kafbátnum U-570 sem var keimlýkur U-966 sem fannst …
Mynd af kafbátnum U-570 sem var keimlýkur U-966 sem fannst nýverið við strendur Spánar. Ljósmynd/Wikipedia.org

Kafarar við norðvesturströnd Spánar fundu í lok júnímánaðar, brak kafbátar nasista úr síðari heimsstyrjöldinni.  Báturinn á að hafa sokkið fyrir tilstilli nasista sjálfra eftir að sprengjuhríð bandamanna hafði króað þá af í nóvember árið 1943.

Samvkæmt vef BBC hefur verið leitað að kafbátunm í áraraðir en án tiltæks árangurs þar sem svæðið er erfitt yfirferðar fyrir kafara. Samkvæmt einum kafaranna, Yago Abilleira, fannst brakið á víð og dreif á tiltölulega stóru svæði. Hvar nákvæmlega brakið fannst verður ekki gefið upp þar sem það flokkast sem stríðsgröf en alls sukku átta hermenn nasista með bátnum.

Samkvæmt þýska söguvefnum ubootarchiv.de, var þorra áhafnarinnar bjargað af spænskum fiskitogurum. Alls skipuðu áhöfnina 52 hermenn. Samkvæmt vefnum á yfirmaður bátarins, Eckehard Wolf, að hafa komist aftur til Þýskalands í nóvember 1944.

Báturinn, sem bar heitið U-966, var á leið til Þýskalands eftir aðgerðir við strendur Norður-Ameríku þegar hann sást á ratsjám bandamanna. Báturinn var nýr þegar hann sökk og hafði aðeins verið notaður í um 10 mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert