Virðir McCain og fór í golf

AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er í golfi á einum af golfvöllum sínum á meðan  Johns McCains öldungadeildarþingmanns er minnst í Washington að viðstöddum George W. Bush og Barack Obama, fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna. Um er að ræða útför þingmannsins sem hafði óskað sérstaklega eftir því að Trump myndi ekki mæta.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, er einn þeirra sem flutti …
Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, er einn þeirra sem flutti minningarorð við útför John McCain. AFP

Forsetinn kom á Trump National-golfklúbbinn í  Loudoun-sýslu í  Virginia um klukkan 11.16 að staðartíma, klukkan 15.16 að íslenskum tíma en þá var verið að flytja líkræður við útförina í dómkirkjunni. Bæði Bush og Obama minntust McCains en þeir eru sammála um að hann hafi gert þá að betri forsetum en þeir hefðu annars orðið.

Dóttir McCains, Meghan, minntist föður síns við athöfnina og lagði hún út af slagorði forsetans í kosningabaráttunni.

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

„Bandaríki Johns McCains hefðu ekki þurft að verða: Gerum Bandaríkin stórkostleg að nýju, þar sem Bandaríkin hafa alltaf verið stórkostleg.“ Meðal gesta við útförina eru Ivanka Trump og Jared Kushner, dóttir og tengdasonur Trumps. Á sama tíma var Trump með derhúfu með áletruninni: Gerum Bandaríkin stórkostleg að nýju, á golfvellinum.

George W. Bush.
George W. Bush. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert