Facebook lokar á Jones og aðra hægri öfgamenn

Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur nú verið gerður brottrækur af Facebook, …
Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur nú verið gerður brottrækur af Facebook, Instagram og Twitter. AFP

Forsvarsmenn Facebook greindu frá því í dag að þeir hefðu gert samsæriskenningasmiðinn og hægri öfgamanninn Alex Jones, sem er stofnandi Infowars vefsíðunnar, brottrækan af samfélagsmiðlinum. Twitter greindi frá því síðasta haust að það hefði gert Jones útlægan af sínum miðli.

Jones er þó ekki sá eini sem Facebook lokaði á í dag því ýmsir aðrir hægri öfgamenn fengu sömu meðferð. Þeirra á meðal voru presturinn Louis Farrakhan, sem er svartur þjóðernissinni sem liggur ekki á skoðunum sínum og hefur verið ítrekað gagnrýndur fyrir gyðingahatur, hægri-öfgafjölmiðlamaðurinn Milo Yiannopoulos og aðrir umdeildir en minna áberandi einstaklingar á borð við Lauru Loomer, Paul Joseph Watson og Paul Nehlen.

Sagði Facebook þeim nú vera bannað að nota bæði Facebook og Instagram á grundvelli stefnu miðlanna um „hættulega einstaklinga og samtök“.

„Við höfum alltaf bannað einstaklinga eða samtök sem hvetja til eða taka þátt í ofbeldi og hatri, óháð hugmyndafræðinni,“ hefur New York Times eftir talskonu Facebook. „Ferlið að meta mögulega brotamenn er ítarlegt og það leiddi okkur  að þeirri ákvörðun að fjarlægja þessar síður í dag.“

Presturinn Louis Farrakhan fékk sömu meðferð og Jones og var …
Presturinn Louis Farrakhan fékk sömu meðferð og Jones og var Facebook-síðu hans einnig lokað. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert