ESB hafi gert allt til tryggja snyrtilega útgöngu

Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins. AFP

Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, ítrekaði í dag að ESB hefði gert allt sem það gæti gert til að tryggja að útganga Bretlands úr sambandinu yrði eins snyrtileg og mögulegt væri. ESB muni bíða eftir samþykki breska þingsins á útgöngusamningnum áður en hann yrði staðfestur.

Juncker sagði að þrátt fyrir að hann væri sorgmæddur yfir því að Bretar áætluðu að yfirgefa ESB 31. október gætu starfsmenn ESB sagt að þeir hefðu gert allt til að útgangan yrði sem snyrtilegust.

„Núna þurfum við að fylgjast með því sem fer fram á breska þinginu,“ sagði Juncker þegar hann ræddi við fjölmiðlafólk í Strasbourg.

Breska þingið kom sam­an á laug­ar­dag­inn og þá var bú­ist við því að at­kvæði yrðu greidd um út­göngu­samn­ing­inn. Hins veg­ar var fyrst samþykkt önn­ur til­laga, sem fól í sér að ekki yrðu greidd at­kvæði um út­göngu­samn­ing­inn fyrr en öll laga­setn­ing sem væri nauðsyn­leg­ur grund­völl­ur samn­ings­ins hefði verið samþykkt.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vonast til þess að lagasetningin verði samþykkt á þingi í dag.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert