Myndbandið sem sýndi sekt Írana?

Spennan á milli íranskra og bandarískra stjórnvalda jókst verulega í júní þegar sprenging varð í olíflutningaskipi undan ströndum Íran í Ómanflóa. Bandarísk stjórnvöld birtu síðar myndskeið sem virðist sýna íranskan strandgæslubát fjarlægja aðra sprengju af skipinu sem þó sprakk ekki. 

Áhöfn Kokuka Courageous þurfti að yfirgefa skipið vegna sprengingarinnar en annað sambærilegt atvik varð á svipuðum slóðum þegar sams konar sprenging varð í skipinu Front Altair. Hvorugt skipana var bandarískt og bæði voru þau á leið til Asíu með farm sinn.

Í dag fylgir sérblaðið Tímamót með Morgunblaðinu sem unnið er í samstarfi við bandaríska dagblaðið The New York Times. Jafnframt mun mbl.is birta myndskeið með fréttaskýringum bandaríska fjölmiðilsins um einstök mál á alþjóðavettvangi.

Í myndskeiðinu eru sönnunargögnin, sem bandarísk yfirvöld lögðu fram, tekin til greiningar. Atvikin höfðu þau áhrif að heimsmarkaðsverð olíu hækkaði umtalsvert. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert