Starfsfólki skipað að vinna að heiman frá sér

Starfsfólk Twitter í Japan, Hong Kong og Suður-Kóreu tyllir sér …
Starfsfólk Twitter í Japan, Hong Kong og Suður-Kóreu tyllir sér í sófann og sinnir sínum skyldum. AFP

Starfsfólki samfélagsmiðilsins Twitter í Japan, Hong Kong og Suður-Kóreu hefur verið skipað að vinna að heiman frá sér. Stjórnendur Twitter vilja með þessu reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Auk þess hvetur fyrirtækið alla sína 5.000 starfsmenn, víðs vegar um heiminn, til að koma ekki til vinnu.

„Við viljum minnka möguleikann á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Jennifer Christie, yfirmaður mannauðsmála hjá Twitter.

Jack Dors­ey, for­stjóri og einn stofn­enda sam­fé­lags­miðils­ins Twitter, hefur áður talað fyrir því að fólk ætti að geta sinnt vinnu sinni nánast hvar sem er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert