Aðeins fjögur ný innanlandssmit í Kína

Aðeins fjögur tilfelli kórónuveirunar sem teljast til innanlandssmits greindust í …
Aðeins fjögur tilfelli kórónuveirunar sem teljast til innanlandssmits greindust í Kína síðasta sólarhring og hafa ekki verið jafn fá frá því að talning hófst í janúar. AFP

Aðeins fjögur tilfelli kórónuveirunnar sem teljast til innanlandssmits greindust í Kína síðasta sólarhring og hafa ekki verið jafn fá frá því að talning hófst í janúar. Smitin fjögur greindust í Hubei-héraði, þar sem veiran á upptök sín. 16 smit greindust sem rekja má út fyrir landsteinana og því eru tilfellin í Kína 20 í heildina. 

Tíu hafa látið lífið síðasta sólarhringinn í Kína af völdum COVID-19, sjúkdómsins sem veiran veldur. 

Alls hafa 156.400 greinst með veiruna á heimsvísu og 5.833 látið lífið. Tæplega 81.000 smitanna má rekja til Kína og yfir 3.200 dauðsföll. 73.968 sem greinst hafa með veiruna um heim allan hafa náð fullum bata. 

Engin ný tilfelli hafa greinst utan Hubei-héraðs síðustu þrjá sólarhringa og vekur það von um að aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við útbreiðslu veirunnar séu loks að skila tilætluðum árangri. 

Um 56 milljónir hafa verið í sóttkví í Hubei frá því í janúar en lífið er nú smám saman að færast í fyrra horf, að minnsta kosti í þorpum og dreifbýli þar sem smithætta er talin minni. Yfirvöld eru hætt að fylgjast með ferðum fólks og fyrr í vikunni fengu nokk­ur fyr­ir­tæki í borginni Wu­h­an leyfi til að hefja starf­semi að nýju. Fyrst og fremst er um að ræða verk­smiðjur sem fram­leiða nauðsynja­vör­ur og fyr­ir­tæki sem eru hluti af alþjóðleg­um fram­leiðslu­keðjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert