Smituðust ekki aftur af kórónuveirunni

Einstaklingarnir virðast hafa fengið falska jákvæða niðurstöðu.
Einstaklingarnir virðast hafa fengið falska jákvæða niðurstöðu. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu hafa greint frá því að einstaklingar sem virtust hafa smitast aftur af kórónuveirunni reyndust hafa fengið falska jákvæða niðurstöðu úr sýnatökum. Þeir smituðust því ekki aftur af veirunni eins og í fyrstu var talið og greint hafði verið frá. The Independent greinir frá.

Þessi uppgötvun mun væntanlega draga úr áhyggjum af því að fólk sem smitast af veirunni myndi ekki endilega langvarandi mótefni gegn henni og geti því smitast aftur.

Snemma í faraldrinum bárust fréttir frá Suður-Kóreu, Kína og Japan um að fjöldi einstaklinga sem höfðu náð sér af kórónuveirunni hefði smitast aftur. Í sumum tilfellum nokkrum vikum eftir útskrift af sjúkrahúsi.

Nú virðast sérfræðingar hafa fundið út að einstaklingarnir hafi fengið jákvæður niðurstöður úr sýnatökum vegna leifa af dauðum vírusögnum í líkamanum. En um var að ræða 290 einstaklinga sem höfðu náð sér af veirunni.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að ólíklegt er að stökkbreytingar sem þegar hafa orðið á veirunni sem veldur COVID-19 valdi því að ónæmiskerfi þeirra sem hafa smitast muni ekki eftir veirunni. Vísindamenn telja að slík þróun veirunnar taki ár.

Sjá svar Vísindavefsins í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert