„Farðu aftur í byrgið“

Tvær þeirra sem AFP-fréttastofan ræddi við í Chaz í Seattle …
Tvær þeirra sem AFP-fréttastofan ræddi við í Chaz í Seattle í gær. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur hótað því að „ná aftur“ lögreglulausu svæði í Seattle en þar hafa mótmælendur fengið að mótmæla án afskipta lögreglu. 

Borgarstjórinn í Seattle, Jenny Durkan, hvatti Trump til að veita öllum öryggi og koma sér inn í neðanjarðarbyrgi að nýju og tók þar undir með ríkisstjóranum í Washington-ríki, Jay Inslee


„Maður sem er gjörsamlega ófær um að stjórna ætti að hætta afskiptum af Washington-ríki. Hættu á Twitter,“ skrifar Inslee á Twitter en bæði Inslee og Durkan eru demókratar.

AFP

Lögreglan ákvað að yfirgefa svæði sem nefnist CHAZ á mánudag eftir að hafa ítrekað lent í útistöðum við mótmælendur. Síðan þá hafa mótmælin verið friðsamleg. Trump segir að svæðið hafi verið hertekið af „innlendum hryðjuverkamönnum“ en stjórnendur Washington-ríkis biðja hann lengstra orða að blanda sér ekki inn í málið. 

Hundruð mótmælenda hafa komið þar saman á degi hverjum, flutt ræður og tekið þátt í atburðum. 

AFP

Ummæli þeirra um neðanjarðarbyrgið vísar til þess þegar leyniþjónustan þusti með Trump á öruggt svæði í Hvíta húsinu þegar mótmælin voru sem harðvítugust vegna dráps lögreglumanns á George Floyd í Minneapolis 25. maí.

AFP

„Náið borginni ykkar aftur. Ef þið gerið það ekki þá mun ég gera það,“ skrifar Trump á Twitter í gærkvöldi. „Þetta er ekki leikur. Það verður að stöðva þessa ljótu anarkista strax. Bregðist hratt við,“ hélt Trump áfram á Twitter. 

Lögreglan og embættismenn í Seattle neita fréttum um að vinstrisinnaðir aðgerðasinnar standi á bak við mótmælin á CHAZ-svæðinu. Þar hafa verið sett upp tjöld með vistum, lyf sem og matur sem nærliggjandi veitingastaðir gefa ásamt ávöxtum og vatnsflöskum fyrir þá sem vilja.

AFP

Afar rólegt andrúmsloft hefur ríkt á svæðinu en þar hefur fólk safnast saman síðdegis, fólk á öllum aldri, kynþáttum og kynferði. Bannað er að koma á bifreiðum inn á frísvæðið og fá börn að leika sér þar óhindrað. Fólk sem AFP-fréttastofan ræddi við þar í gær veltir fyrir sér hvað forseti landsins eigi við þegar hann hótar því að ná borginni á sitt vald.

Mark Henry Jr. hjá samtökunum Black Lives Matter ávarpar fólk …
Mark Henry Jr. hjá samtökunum Black Lives Matter ávarpar fólk á frístjórnarsvæðinu í Seattle (CHAZ). AFP

„Þetta er borgin okkar. Ég er fædd hér og alin upp í þessari borg. Leyfum fólkinu sem býr í Seattle að stjórna og ráða borginni,“ segir ein þeirra. 

Rich Brown, sem hefur verið á svæðinu undanfarna daga segist hafa orðið óttasleginn þegar lögregla beitti táragasi á mótmælendur á sunnudag. „Í dag er ég öruggur og mér líður eins og ég sé velkominn. Þú færð að tjá þig líkt og við höfum viljað fá að gera allan tímann. Án afskipta, án ótta,“ segir Brown sem er svartur á hörund. 

Málað á götuna East Pine Street á svæði sem nefnt …
Málað á götuna East Pine Street á svæði sem nefnt er Capitol Hill Autonomous Zone (CHAZ) í Seattle. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert