Simbabve býðst til að skila landareignum

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve.
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve. AFP

Yfirvöld í Simbabve hafa boðist til að skila landareignum til erlendra ríkisborgara, eftir að þær voru teknar af þeim í umdeildri aðför ríkisins um aldamótin, undir forystu forsetans Roberts Mugabe.

Þúsundir hvítra bænda voru þá hraktar á brott frá landi sínu, oft með ofbeldi. Var aðgerðunum ætlað að bæta fyrir landtökuna sem átti sér stað á nýlendutímanum, en þær urðu á endanum til þess að skaða efnahag landsins og eyðileggja sambönd ríkisins við Vesturlönd.

Bandarísk stjórnvöld hafa áður sagt að úrbætur á borð við þessar séu eitt þeirra skilyrða sem uppfylla þarf svo þau aflétti áratugalöngum efnahagsþvingunum gegn Afríkuríkinu, að því er segir í umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert