Hver eru Isis-K hryðjuverkasamtökin?

Hryðjuverkasamtökin Isis-K hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum tveimur í …
Hryðjuverkasamtökin Isis-K hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum tveimur í Kabúl í Afganistan í dag. AFP

Hryðjuverkasamtökin Isis-K hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum tveimur í Kabúl í Afganistan í dag.

Nýjustu fréttir herma að um 60 Afganir hafi látist í sprengingunum og tólf bandarískir hermenn, um 150 eru særðir.  

Sprengirnar voru tvær. Fyrri spreng­ing­in varð við hót­el þar sem bresk­ar her­sveit­ir og blaðamenn halda til og sú síðari við svo­kallað Abbey-hlið rétt fyr­ir utan flug­völl­inn þar sem sjálfsmorðssprengja sprakk.

Nýjustu fréttir herma að um 60 Afganir hafi látist í …
Nýjustu fréttir herma að um 60 Afganir hafi látist í sprengingunum. AFP

Öfgakenndasti og ofbeldisfyllsti hópur jihadista í Afganistan

Isis-K eru þekktir fyrir sjálfsmorðssprengjuárásir og eru þeir taldir vera öfgakenndasti og ofbeldisfyllsti hópur jihadista í Afganistan sem berjast fyrir svokölluðu heilögu stríði. 

Samtökin urðu til árið 2015 þegar Isis-samtökin voru á hápunkti valdatíðar sinnar í Írak og í Sýrlandi. Um er að ræða Pakistana og Afgana sem gengu úr röðum talíabana af því að þeim fannst þeir ekki nægilega róttækir.

Ódæðisverk Isis-K eru ein þau verstu sem hafa orðið í Afganistan síðustu ár, meðal annars beinast árásir þeirra að stúlknaskólum og fæðingardeildum á spítölum þar sem þeir eru sagðir hafa skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana.

Markmiði að gera árásir á allt sem er vestrænt og alþjóðlegt

Ólíkt talíbönum, sem einblína á aðgerðir innan Afganistan, eru Isis-K hluti af alþjóðlegu neti Isis-öfgamanna sem hafa það að markmiði að gera árásir á allt sem er vestrænt og alþjóðlegt. 

Höfuðstöðvar þeirra eru í Nangarhar-héraði í austurhluta Afganistan þar sem þeir hafa góðan aðgang að leiðum til þess að smygla fólki og eiturlyfjum yfir til Pakistan. 

Nú er talið að um þrjú þúsund hermenn séu í hryðjuverkasamtökunum og stafar bæði alþjóðlegu herliði sem enn er í Afganistan og talíbönum mikil ógn af Isis-K.

Frétt á BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert