„Afganistan orðið að Las Vegas hryðjuverkamanna“

Að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta stafar mesta ógnin við her Bandaríkjamanna og annarra vestrænna þjóða í Afganistan nú af mögulegum hryðjuverkaárásum frá öfga­mönnum úr röðum Rík­is íslams, þekkt­ir sem ISIS-K og starfa í Afganistan.

Hryðjuverkasamtökin voru stofnuð fyrir sex árum af óánægðum pakistönskum talíbönum. Þeir hafa gert tugir árása í Afganistan á þessu ári og segja sérfræðingar í bandaríska hernum að þeir búi við stöðugar hótanir frá ISIS-K. 

Þessar hótanir ásamt kröfu talíbana að bandaríski herinn yfirgefi landið fyrir 31. águst hefur haft áhrif á ákvörðun Biden að halda sig við tímasetninguna. 

„Hver dagur sem við erum enn í Afganistan er annar dagur sem við vitum að ISIS-K er að skipuleggja árásir á flugvöllinn í Kabúl til þess að ráðast á bæði bandaríska hermenn og bandamenn þeirra ásamt saklausa borgara,“ sagði Biden í yfirlýsingu. 

Átta til tíu þúsund baráttumenn komnir til Afganistan

Ýmis hryðjuverkasamtök grassera nú í Afganistan.
Ýmis hryðjuverkasamtök grassera nú í Afganistan. AFP

Sameinuðu þjóðirnar telja að um átta til tíu þúsund baráttumenn hafi komið til Afganistan frá því í júní til þess að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök á borð við talíbana, Al Qaeda og ISIS-K, en hin síðast nefndu eru andstæðingar talíbana og Al Qaeda.

„Afganistan er nú orðið að Las Vegas hryðjuverkamanna og öfgamanna. Fólk um allan heim fagnar sigri talíbana. Yfirtaka þeirra er að greiða götu öfgamanna til Aganistan,“ segir Ali Mohammad Ali, fyrrverandi öryggisfulltrúi í Afganistan. 

Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast vera að búa sig undir hryðjuverkaógnum bæði til styttri og lengri tíma í Afganistan. Fyrst og fremst sé ógnin á flugvellinum í Kabúl.

Frétt á vef New York Times.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert