Gull hefur aldrei verið dýrara

Þessi 500 gramma gullstöng er um 6 milljóna króna virði.
Þessi 500 gramma gullstöng er um 6 milljóna króna virði. AFP/Yasser al-Sayyat

Heimsmarkaðsverð á gulli, kopar og silfri hækkaði í gær í kjölfar frétta um andlát forseta Írans, Ebrahim Raisi. Gull og kopar hafa aldrei verið dýrari og silfur hefur ekki verið eins dýrt í 11 ár.

Verð á gulli fór hæst upp í 2.450,07 dollara fyrir hverja únsu í gær, sem samsvarar tæpum 12 þúsund krónum fyrir grammið.

Örugg fjárfesting

Verð á kopar hefur aldrei verið hærra en tonnið fór upp í 11.104 dollara, eða 1.541.790 krónur.

Gull er talin örugg fjárfesting þegar verðbólga er mikil og kopar er málmur sem fjárfestar tengja við alþjóðlegan vöxt, að sögn Kathleen Brooks, rannsóknarstjóra hjá XTB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK