22 þúsund látist í loftárásum Bandaríkjanna

Allt frá 22 þúsund upp í 48 þúsund almennir borgara …
Allt frá 22 þúsund upp í 48 þúsund almennir borgara hafa látist í dróna- og loftárásum Bandaríkjanna síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. AFP

Allt frá 22 þúsund upp í 48 þúsund almennir borgarar hafa látist í dróna- og loftárásum Bandaríkjanna síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hóps sem greinir skaðræði á almennum borgurum, Airwars.

Skýrslan er byggð á gögnum bandaríska hersins sem hefur gert tæplega 100 þúsund loftárásir síðan árið 2001.

Skýrslan kemur út rétt áður en 20 ár eru liðin frá því að hryðju­verka­menn með tengsl við hryðju­verka­sam­tök­in al-Qaida gerðu árás á Banda­rík­in. Flug­vél­um var flogið á tví­bura­t­urn­ana í New York-borg og varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna í Washingt­on, Pentagon.

Vill binda enda á „endalausu stríðin“

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að binda enda á „endalausu stríðin“ en síðan hann tók við embættinu hefur loftárásum Bandaríkjanna fækkað. 

Loftárásirnar hafa verið gerðar á Ríki íslams í Sýrlandi og vegna átakanna í Írak og Afganistan. Þá hafa árásirnar einnig verið gerðar á öfgahópa í Jemen, Sómalíu, Pakistan og Líbíu. 

Samkvæmt skýrslu Airwars voru flestar árásir gerðar árið 2003 þegar að minnsta kosti 5.500 almennir borgarar létu lífið. Nánast allar árásirnar það árið voru gerðar í Íraksstríðinu. 

Næstflestar voru gerðar árið 2017 þegar um fimm þúsund almennir borgarar létu lífið í árásum sem gerðar voru í Írak og Sýrlandi. 

Frétt á vef the Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert