„Nasismi fæðist í þögn“

Frá ávarpi Volodimírs Selenskís forseta Úkraínu í morgun,
Frá ávarpi Volodimírs Selenskís forseta Úkraínu í morgun, AFP

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur ásakað Rússa um að reyna að „þurrka út“ Úkraínumenn, land þeirra og sögu.

Í ávarpi hans til úkraínsku þjóðarinnar í morgun sagði hann að eldflaugaárás rússneska hersins á minnisvarða um fjöldamorðin í helförinni vera til marks um það að fyrir marga Rússa væri Kænugarður fjarlægur þeim.

„Þeir vita ekkert um höfuðborgina okkar. Um söguna okkar. En þeir hafa fengið skipun um að eyða sögunni okkar. Eyða landinu okkar. Eyða okkur öllum,“ sagði hann.

Þá hvatti hann gyðinga um allan heim til að tala hátt um árásina sem fór fram í gær.

„Ég ávarpa nú alla gyðinga heimsins. Sjáiði ekki hvað er að gerast? Þess vegna er mjög mikilvægt að milljónir gyðinga um allan heim þegi ekki núna,“ sagði hann og bætti við „Nasismi fæðist í þögn. Svo öskrið um morðin á almennum borgurum. Öskrið um morðin á okkur Úkraínumönnum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert