Hnífjafnt milli fylkinga í Svíþjóð

Kosið er til þings, héraðs- og sveitastjórna á sunnudag.
Kosið er til þings, héraðs- og sveitastjórna á sunnudag. mbl.is/Gunnlaugur

Hnífjafnt er nú milli fylkinganna tveggja sem keppast um að hafa nægilegt fylgi til að mynda meirihluta á sænska þinginu í kjölfar. Munar aðeins 0,5% eða einum þingmanni samkvæmt könnun. Kosið er á sunnudag, 11. september. 

Samkvæmt nýjustu könnun sænska ríkissjónvarpsins SVT og Novus fær bandalag vinstriflokkanna alls 49,7% fylgi og 175 þingmenn, lágmarksfjölda sem þarf til að ná meirihluta. Á sama tíma mælast flokkar í bandalagi hægrimanna með 49,4% fylgi og 174 þingmenn.

Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá því í ágúst og júní, en þá mældust flokkar í bandalagi hægrimanna að meðaltali með meira fylgi en vinstriflokkarnir, 49,4% í júlí og 50,12% í ágúst.

Kosningaspjöld eru víða.
Kosningaspjöld eru víða. mbl.is/Gunnlaugur

Svíþjóðardemókratar næst stærstir

Miðað við kosningarnar 2018 bætir flokkur Svíþjóðardemókrata mest við sig eða 3,7 prósentustigum í könnuninni og er því næst stærsti flokkur landsins. Næst mestu fylgi bætir flokkur jafnaðarmanna við sig eða 2 prósentustigum og er áfram sá flokkur í Svíþjóð sem nýtur mest stuðnings.

Mesta fylgistapið er hins vegar hjá hægriflokknum Moderaterna sem mælist með aðeins 17,1% en næstmestu fylgi tapar miðjuflokkurinn (Centerpartiet), alls 1,5 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert