Norður-Kórea heitir yfirþyrmandi hernaðaraðgerðum

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu. AFP

Norður-Kórea tilkynnti rétt í þessu að ríkið myndi svara hernaðaræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu með „viðvarandi, ákveðnum og yfirþyrmandi“ hernaðaraðgerðum.

Þetta kom fram í útsendingu ríkissjónvarps Norður-Kóreu.

Heitt hefur verið í kolunum í kringum Kóreuskagann undanfarið en bæði Norður-Kórea og Suður-Kórea hafa skotið fjölda eldflauga út í haf síðustu vikur. Til að mynda skaut Norður-Kórea yfir tuttugu eldflaugum frá sér á miðvikudaginn en ein þeirra hafnaði nálægt ströndum Suður- Kóreu.

Þá hefur Norður-Kórea einnig skotið eldflaugum yfir Japan og í Kyrrahafið og þykir ljóst að spennan á milli landanna hafi farið stigmagnandi að nýju síðustu vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert