Reyndi að keyra inn í Hvíta húsið

Flutningabíll við Hvíta húsið. Myndin tengist ekki árásinni.
Flutningabíll við Hvíta húsið. Myndin tengist ekki árásinni. AFP

Karlmaður var handtekinn í morgun eftir að hafa reynt að keyra flutningabíl inn á lóð Hvíta hússins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Honum var gefið að sök að hafa reynt að ógna lífi Bandaríkjaforseta með háttsemi sinni.

Meðal þess sem fannst í bíl hins nítján ára Sai Varshith Kandula var hakakrossfáni. Maðurinn keyrði af öllu afli á vegstaura fyrir utan Hvíta húsið en komst ekki lengra og var handtekinn og slasaðist enginn af hans völdum.

Atburðurinn virðist hafa verið tekinn mjög alvarlega og voru gestir nálægs hótels beðnir um að rýma húsið í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert