Rússar segjast hafa lagt þorp undir sig í Dónetsk

Lítið hefur þokast áfram í stríðinu í Úkraínu að undanförnu …
Lítið hefur þokast áfram í stríðinu í Úkraínu að undanförnu en Rússar segjast nú hafa lagt undir sig lítið þorp. AFP

Hersveitir Rússa hafa lagt undir sig lítið þorp í austurhluta Úkraínu, að sögn varnarmálaráðuneytis Rússlands. Hvorki rússneski né úkraínski herinn hefur náð miklum árangri á vígvellinum í meira en ár.

Í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að herinn hafi lagt undir sig „byggð í Vesele í alþýðulýðveldinu Dónetsk“, í kjölfar hernaðaraðgerða. AFP fréttastofan gat ekki sannreynt fullyrðingar varnarmálaráðuneytisins.

Í Vesele bjuggu um 100 manns fyrir átökin. Þorpið er 20 kílómetra norðaustur af iðnaðarborginni Bakmút, sem varð fyrir mikilli stórskotahríð fyrr í átökunum, auk þess sem að margar orrustur voru háðar þar.

Engir stórir landvinningar í meira en ár

Stjórnvöld í Moskvu segjast hafa innlimað austurhluta Dónetsk-héraðs í Úkraínu, sem hún kallar „alþýðulýðveldið Dónetsk“, árið 2022, þrátt fyrir að hafa ekki náð fullum yfirráðum yfir svæðinu.

Milljónir Úkraínumanna flúðu að austur- og suðurhluta landsins eftir að Rússar hófu allsherjarinnrás í febrúar 2022.

Hvorugt ríkið hefur náð neinum umtalsverðum landvinningum í meira en ár þar sem átökin hafa staðið í stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert