Segir Netanjahú eiga sök á árás Írana

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sé helst um að kenna í fyrstu beinu árás Írans á Ísrael.

„Sá sem helst ber ábyrgð á spennunni sem greip um sig í hjörtum okkar að kvöldi 13. apríl er Netanjahú og blóðug stjórn hans,“ segir Erdogan.

Hann segir að þeir sem hafi þagað mánuðum saman um árásargjarna afstöðu Ísraelsmanna hafi strax fordæmt viðbrögð Írana.

„En það er Netanjahú sjálfur sem er sá fyrsti sem ætti að fordæma,“ sagði tyrkneski forsetinn sem reglulega hefur gagnrýnt Netanjahú.

Tyrkir hafa hvatt til þess að stöðva stigmögnun í Miðausturlöndum eftir árás Írana á Ísrael um nýliðna helgi en Íranar skutu meira en 300 drónum og eldflaugum á loft í Ísrael aðfaranótt laugardags. Með því voru þeir að bregðast við sprengjuárás Ísraelsmanna á ræðismannsskrifstofu Írans í Damaskus í Sýrlandi þann 1. apríl síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert