Hafa náð tökum á eldinum

Slökkviliðsmenn að störfum við skrifstofubyggingu Novo Nordisk, þar sem eldur …
Slökkviliðsmenn að störfum við skrifstofubyggingu Novo Nordisk, þar sem eldur braust út í morgun. AFP

Tekist hefur að ná tökum á eldinum sem braust út í skrif­stofu­bygg­ingu lyfja­tækn­iris­ans Novo Nordisk fyr­ir utan Kaup­manna­höfn, í út­hverf­inu Bagsværd. 

Sjötíu slökkviliðsmenn og tuttugu dælubílar eru á svæðinu.

Þetta kemur fram á vef danska ríkisútvarpsins.

Þakið féll saman

Búist er við því að öll starfsemi Novo Nordisk geti hafist að nýju á morgun. Varð engum meint af en þak byggingarinnar féll saman í eldsvoðanum.

Lögregluyfirvöld á svæðinu hafa hvatt íbúa nærliggjandi hverfa til þess að loka öllum gluggum og koma í veg fyrir að reykur komist inn á heimili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka