Leiðin getur orðið löng og erfið

Icesave-samkomulagið eða IceSlave-samkomulagið
Icesave-samkomulagið eða IceSlave-samkomulagið mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir að hafa samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu bíður Alþingi Íslendinga það verkefni að fjalla um Icesave-samkomulagið. Leiðin í ESB getur bæði reynst erfið og löng, skrifar Ásgeir Sverrisson í írska dagblaðið Irish Times í dag.

Í greininni fer Ásgeir yfir hvað fellst í samkomulaginu sem hefur verið uppnefnt „IceSlave-samkomulagið" á Íslandi og að samkomulagið muni gera næstu kynslóðir á Íslandi að þrælum.  Vísar hann til uppruna íslensku þjóðarinnar, þeir séu komnir af norskum landnámsmönnum og þrælum þeirra, írskum í flestum tilvikum. Ekki blasi björt framtíð fyrir íslensku þjóðinni: ríkisfjármálunum sé einungis hægt að lýsa sem óreiðu og að erlendrar skuldir sem bíða þjóðarinnar séu það miklar byrðar að óvíst sé hvort þjóðin ráði við að bera þær.

Að sögn Ásgeirs er svo farið fyrir þjóðinni að hugtak eins og þjóðargjaldþrot sé málefni sem flestir Íslendingar geti rætt af mikilli þekkingu. Kreppunni sé engan vegin lokið þrátt fyrir að flestir Íslendingar séu uppteknir við það þessa dagana að njóta þeirra fáu sumardaga sem eru hér á landi. Hætta sé á því að þegar miðnætursólin hnígi til viðar, taki við kaldir og erfiðir vetrardagar.

Grein Ásgeirs í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær