Samgönguráðherra segir þörf á stórátaki í vegamálum

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson. mbl.is/Eggert

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir þörf á stórátaki í vegamálum á Íslandi. Þetta kom fram á morgunfundi Samtaka verslunar og þjónustu um þjóðarátak um betri vegi í morgun. Fram kom á fundinum að ökutækjum hafi fjölgað mikið á undanförnum árum, árið 1999 voru þau 199.293 en 254.857 árið 2005 sem er 27,9% fjölgun. Þá sagði Sturla að umferð á landinu í heild hafi aukist um 25% á sex árum.

Sturla sagði alltof víða ekki bundið slitlag á vegum. Hann sagði því að á meðal helstu verkefna næstu ára væri að binda slitlag á öllum nýjum og endurbyggðum vegum. Þá vill hann auka burðarþol á vegum, fjölga jarðgöngum og breikka vegi.

Ráðherra sagði þó að vegna stóriðjuframkvæmda hafi hægt á framkvæmdum í vegamálum á þessu ári, og að þess muni einnig gerast þörf á næsta ári til þess að viðhalda stöðugleika. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ákveðið að auka fjárveitingar til vegagerðar til ársins 2010 og nota til þess hluta af söluandvirði Símans. Þá sagði Sturla að einnig mætti fjármagna vegaframkvæmdir með langtíma lántökum, eða þá að einkaaðilar tækju að sér að fjármagna slíkar framkvæmdir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert