Ragnheiður Hergeirsdóttir nýr bæjarstjóri í Árborg

Fulltrúar flokkanna þriggja leggja lokahönd á málefnasamninginn í dag. Ragnheiður …
Fulltrúar flokkanna þriggja leggja lokahönd á málefnasamninginn í dag. Ragnheiður Hergeirsdóttir, væntanlegur bæjarstjóri, er önnu frá hægri á myndinni. mbl.is/Brynjar Gauti

Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin-grænt framboð hafa ákveðið að stofna til meirihlutasamstarfs í sveitarfélaginu Árborg. Samkomulagið felur í sér að Ragnheiður Hergeirsdóttir verði ráðin bæjarstjóri sveitarfélagsins en oddvitar hinna flokkanna munu skipta með sér embættum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs.

Í tilkynningu frá flokkunum þremur segir, að megináherslur meirihlutans séu fjölskyldu-, jafnréttis- og velferðarmál, umhverfis- og skipulagsmál, félagslegt réttlæti, samráð og skilvirk stjórnsýsla og ábyrg fjármálastjórnun.

Ragnheiður sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að oddvitar flokkanna sem nú hafa undirritað samkomulagið um meirihlutasamstarfið hafi ákveðið að setja bara „trukk í viðræðurnar í dag." Sjálf sagðist Ragnheiður vera ánægð með þessa niðurstöðu. „Ég er ánægð með að við náðum samkomulagi um meirihlutasamstarf og ég er ánægð með hvað þessar viðræður gengu vel og auðvitað er ég líka stolt af því að mér hefur verið treyst fyrir þessu embætti."

Ragnheiður hafnaði í fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi í prófkjörinu fyrir væntanlegar alþingiskosninga. Þýðir þessi nýja staða hennar sem bæjarstjóri að hún muni ekki taka það sæti? „Ég er búin að tilkynna kjördæmaráði að ég mun ekki taka fjórða sætið á listanum vegna þessarar nýju stöðu," sagði Ragnheiður.

_Ertu þá ekki á leið á þing? „Ekki í þessari umferð, nei." sagði Ragnheiður.

Varðandi hinn nýja samstarf í Árborg sagði Ragnheiður að lokum: „Við væntum góðs samstarfs við íbúa og starfsfólk og erum bjartsýn á framtíðina."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert