Framsóknarflokkurinn 90 ára í dag; fylgið sjaldan minna

Formaður og varaformaður Framsóknarflokksins kampakátir í morgun.
Formaður og varaformaður Framsóknarflokksins kampakátir í morgun. mbl.is/Brynjar Gauti

Framsóknarflokkurinn er 90 ára í dag, og af því tilefni efnir hann til hátíðahalda um land allt. En fylgi flokksins og hlutfallslegur fjöldi þingmanna hans hefur sjaldan verið minna en nú, að því er fram kemur í upplýsingum frá flokknum.

„Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum," segir Jón Sigurðsson, formaður flokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Flokksþing fer fram 2. og 3. mars, og fram að því verða ýmsir viðburðir tengdir afmælishátíð flokksins. Á sjálfan afmælisdaginn, í dag, verður hátíðardagskrá á 14 stöðum á landinu. Nánari upplýsingar um staði má finna á vef flokksins.

Í síðustu kosningum fékk Framsóknarflokkurinn 17,73% atkvæða, og hefur hlutur flokksins sjaldan verið rýrri. Stærstur var hann eftir kosningarnar 1931, eða 35,92%, og þá var annaðhvert þingsæti skipað framsóknarmanni. Núna hefur flokkurinn 12 þingmenn af 63, eða 19,05% þingsæta.

Vefur Framsóknarflokksins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert