Gömul skemma fauk í óveðri á Seyðisfirði

Skemman, sem fauk að hluta á haf út í Seyðisfirði …
Skemman, sem fauk að hluta á haf út í Seyðisfirði í morgun. mbl.is/Magnús

Gömul söltunarskemma, sem stendur á svæði Norðursíldar við sunnanverðan Seyðisfjörð, fauk að hluta í miklu hvassviðri í morgun. Að sögn Ólafs H. Sigurðssonar, bæjarstjóra, virðist ekki hafa orðið tjón á öðrum byggingum og ekki var mjög hvasst í þéttbýlinu innst í firðinum. Plötur, sem fuku af skemmunni, virðast hafa farið í sjóinn og stafaði ekki hætta af þeim.

Ólafur sagði, að skemman hefði ekki verið í notkun og yrði nú væntanlega fjarlægð. Stór aftanívagn á svæði Norðursíldar fauk einnig á hliðina í morgun.

Aftanívagn fauk um koll.
Aftanívagn fauk um koll. mbl.is/Magnús
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert