Geir H. Haarde: ríkisstjórn mun bregðast við í málefnum Breiðavíkur

Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræðir við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í …
Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræðir við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í dag. mbl.is/Sverrir

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að Breiðavíkurmálið sé hörmulegt mál en undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað um aðbúnað ungra drengja sem þangað voru sendir um og upp úr miðri síðustu öld. Segir Geir að ríkisstjórn Íslands hafi fjallað um Breiðavík á fundi sínum í morgun og tillögur séu í undirbúningi um það hvernig eigi að bregðast við.

Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins sagði Geir að verið væri að ræða aðgerðir til að bregðast við vanda þeirra manna sem hefðu verið að koma fram að undanförnu og hjálpa þeim á einhvern hátt, veita þeim eins konar síðbúna áfallahjálp. Ekki hefur verið rætt sérstaklega um bætur til þolenda.

Eins að rekja söguna, það er að komast að því hvað hafi gerst á drengjaheimilinu að Breiðavík, að komast að því hvernig hægt sé að komast að því sanna í málinu.

Að sögn Geirs verður rætt við fólk sem kom að heimilinu, bæði starfsmenn og þá sem þar dvöldu. Til þess yrði fengið fólk með sérfræðikunnáttu á þessu sviði og brugðist yrði við í kjölfarið. Málið verður væntanlega skoðað með almennum hætti og þá litið til annarra staða jafnframt því sem málefni Breiðavíkur.

Sagði Geir að það öllum væri augljóslega brugðið vegna þeirra fregna sem borist hafa af meðferð á heimilinu, en að hins vegar þurfi að fara mjög varlega í þessu máli. Bæði vegna þolenda og allra þeirra sem komu að málinu. Að Breiðavík hafi margir dvalist bæði starfsmenn og drengir sem þangað voru sendir meðal annars af félagsmálayfirvöldum. Allt hefur þetta fólk rétt sem og afkomendur þess, segir Geir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert