Sviptur ökuréttindum eftir ofsaakstur

Reykjanesbraut.
Reykjanesbraut. mbl.is/Árni Torfason

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði mann í nótt sem ók bíl sínum á 168 km hraða á klukkustund á Strandarheiði á Reykjanesbraut. Þar er leyfður hámarkshraði 90 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Undir morgunsárið var annar ökumaður kærður fyrir að aka á 130 km/klst hraða á Reykjanesbraut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert