Varað við óveðri í Öræfasveit, á Mýrdalssandi og undir Eyjafjöllum

Vegagerðin varar við óveðri í Öræfasveit, á Mýrdalssandi og undir Eyjafjöllum. Það er hinsvegar greiðfært um allt Suður- og Vesturland, en á Vestfjörðum er hálka á heiðum.

Á Norðurlandi eru stöku hálkublettir.

Á Austurlandi er hálka og skafrenningur á Fjarðarheiði og Oddsskarði, hálka á Fagradal, þæfingur á Breiðdalsheiði og ófært um Öxi.

Viðgerð á brú

Vegna bilunar og viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði, er hámarkshraði þar lækkaður niður í 30 km og eru ökumenn beðnir að gæta mikillar varúðar þegar ekið er yfir. Sérstaklega er áríðandi að stjórnendur þungra ökutækja sýni fyllstu aðgát.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert