Endurhæfingarmiðstöð á Kleppi stofnsett

Stofnsett hefur verið endurhæfingarmiðstöð á Kleppi sem nær yfir þá starfsemi sem áður féll undir dagdeild, göngudeild, iðjuþjálfun og Bergiðju. Endurhæfingarmiðstöð lýtur stjórn þverfaglegs teymis sem í sitja geðlæknir, Kristófer Þorleifsson, hjúkrunarfræðingur, Dröfn Kristmundsdóttir deildarstjóri, iðjuþjálfi, Fanney Karlsdóttir yfiriðjuþjálfi, sálfræðingur, Sóley Jökulrós Einarsdóttir og félagsráðgjafi, Þóra Steinunn Pétursdóttir.

Á endurhæfingarmiðstöðinni verður byggt upp öflugt fræðslustarf og nú í febrúar verður farið af stað með námskeið fyrir aðstandendur geðklofasjúklinga og koma að því námskeiði allir fagaðilar. Þá fallla undir endurhæfingarmiðstöðina hin ýmsu námskeið s.s. sjálfstyrkingarnámskeið, kvíðastjórnunarnámskeið, námskeið í hugrænni atferlismeðferð og félagsfærni. Einnig verða í boði listmeðferðarhópar þar sem markvisst verður unnið að sjálfseflingu og sjálfsmeðvitund í gegnum myndræna tjáningu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Kristófer Þorleifssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert