Þrjú umferðaróhöpp á Suðurlandi í gær og nótt; mikill erill undanfarið

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi Selfosslögreglunnar í gærkvöldi og nótt. Sitja tveir menn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa lent útaf á bílum sínum í nótt, en þeir eru báðir grunaðir um að hafa verið ölvaðir við akstur. Fór annar út af Eyrarbakkavegi en hinn Suðurlandsvegi.

Mikil hálka er á Suðurlandi og hefur verið undanfarna daga.

Í gærkvöldi um hálf tíu varð óhapp á Suðurlandsvegi í Svínahrauni þar sem bíl var ekið á vírleiðarann milli akreina. Ökumaður kenndi eymsla eftir óhappið og var því fluttur á sjúkrahús.

Mikill erill hefur verið hjá Selfosslögreglunni síðan á föstudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert