Segir Háspennu fá 120 milljónir í bætur frá borginni

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir Reykjavíkurborgina greiða um 120 milljónir króna í skaðabætur til Háspennu vegna spilasalar sem til stóð að opna í Mjódd sem ekki varð af vegna andstöðu borgarinnar.

Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í kvöld. Fyrr í dag sagðiVilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, í útvarpsfréttum að borgin myndi greiða Háspennu allt að 30 miljónir króna í skaðabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert