Breytingar á skipulagi yfirstjórnar RÚV ohf.

Stöður framkvæmdastjóra Sjónvarps og Útvarps verða lagðar niður um næstu mánaðamót þegar nýtt skipurit Ríkisútvarpsins ohf. tekur við. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins, en nýja skipuritið var kynnt í dag.

Bjarni Guðmundsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Sjónvarps, verður aðstoðarmaður útvarpsstjóra. Bjarni Kristjánsson verður yfir rekstri og fjármálum félagsins en hann hefur m.a. verið fjármálastjóri Íslenska útvarpsfélagsins. Einn yfirmaður verður með dagskrá beggja rása útvarpsins, Sigrún Stefánsdóttir. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, verður yfir dagskrá Sjónvarps, og Óðinn Jónsson og Elín Hirst verða áfram yfir fréttum Útvarps og Sjónvarps. Staða forstöðumanns fréttasviðs, sem Bogi Ágústsson gegnir, verður lögð niður.

Svæðisstöðvar, Textavarp og vefur heyra í nýju skipuriti undir fréttastofu Útvarpsins og íþróttadeildin undir dagskrá Sjónvarps.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert