Hús í Bolungarvík rýmd á ný vegna snjóflóðahættu

Frá Dísarlandi í Bolungarvík.
Frá Dísarlandi í Bolungarvík. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Íbúum í við Dísarland og Traðarland í Bolungarvík hefur verið gert að rýma hús sín á nýjan leik vegna snjóflóðahættu. Íbúar voru beðnir að rýma hús sín fyrir kl. 10 í dag. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands fyrir norðanverða Vestfirði er gert ráð fyrir að það hlýni um hádegi og því fylgi úrkoma og hvassviðri.

Gert er ráð fyrir að rýming standi a.m.k. til föstudags. Einnig er varað er við snjóflóðahættu á Óshlíð og Súðavíkurhlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu.

Nokkrar rafmagnstruflanir voru á Vestfjörðum í nótt. Truflanirnar voru að mestu leyti vegna bilunar á Bolungarvíkurlínu 1 sem liggur frá Breiðadal til Bolungarvíkur. Byrjað er að leita að bilunum á línum og eru díselrafstöðvar keyrðar í Bolungarvík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert