Margir bílar utanvega á Holtavörðuheiði; heiðinni lokað um stundarsakir

Færðin er afar slæm á Holtavörðuheiði og hafa björgunarsveitir verið …
Færðin er afar slæm á Holtavörðuheiði og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til þess að aðstoða ökumenn sem hafa misst bílana sína út af veginum. Myndin sýnir Holtavörðuheiði og er úr myndasafni. mbl.is/RAX

Holtavörðuheiði hefur verið lokað um stundarsakir á meðan unnið er að því að hjálpa nokkrum ökumönnum sem hafa misst bílana út fyrir veg, en þar er afar hvasst og hált. Þá varð þar þriggja bíla árekstur á sjöunda tímanum í kvöld en engan sakaði. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er færðin mjög slæm á heiðinni.

Björgunarsveitir eru nú á staðnum við að aðstoða ökumenn og koma bílunum aftur upp á veginn, en kallað var eftir aðstoð björgunarsveitarmanna beggja vegna við heiðina. Talið er að á bilinu 10-15 bílar hafi endað utanvegar.

Að sögn lögreglu hefur heiðinni ekki verið lokað vegna veðurs en lögreglan beinir þó þeim tilmælum til fólks að vera þar ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Afar hvasst er í veðri, skyggni lítið og vegurinn er afar háll sem fyrr segir.

Búist er við því að því að Holtavörðuheiði verið opnuð á ný eftir um tvær klukkustundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert