Styrmir enn á ferð við Morgunblaðshúsið í Kringlunni

Styrmir og frú á þaki gamla Morgunblaðshússins við Kringluna.
Styrmir og frú á þaki gamla Morgunblaðshússins við Kringluna. mbl.is/Brynjar Gauti

Tjaldurinn Styrmir heldur tryggð við gamla Morgunblaðshúsið í Kringlunni í Reykjavík þó að Morgunblaðið hafi flust upp í Hádegismóa. Talsvert var fjallað um tjaldinn í Morgunblaðinu í fyrra en þau hjónin hófu hreiðurgerð á þaki 2. hæðar hússins um þetta leytið í fyrra. Starfsfólk Morgunblaðsins fylgdist með búskapnum dag hvern. Í lok júní komu þrír ungar úr eggjum.

Flest bendir til þess að Styrmir og frú hafi gert sér hreiður á þaki Kringlunnar, handan götunnar, sumarið 2005. Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrra að sér sýndist að Styrmir hefði verið merktur árið 2001 á Vatnsleysuströnd.

Fólk sem nú starfar í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni hefur séð Styrmi og frú leika sér þar undanfarna daga. Hafa þau m.a. verið að gjóa augum inn um gluggann og taldi viðmælandi blaðsins hugsanlegt að þau væru að kanna hvort starfsfólk Moggans væri ekki enn í húsinu. Það flutti sig hins vegar um set í fyrrasumar en Háskólinn í Reykjavík hefur m.a. komið sér fyrir í húsinu.

Það virðist því vera ljóst að Styrmir og frú kunna vel við sig í Kringlunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert