Skagfirðingar mótmæla túlkun þjóðlendulaganna

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Örn Þórarinsson

Almennur fundur um þjóðlendumál var haldinn að Löngumýri í Skagafirði í dag. Fundurinn var ætlaður til kynningar og upplýsingar varðandi þær kröfur sem líklegt er að ríkið geri þegar kemur að kröfugerð þess varðandi Skagafjörð. Framsögu höfðu Guðný Sverrisdóttir formaður og Gunnar Sæmundsson ritari félags landeigenda sem stofnað var fyrr í vetur og Ólafur Björnsson lögfræðingur félagsins.

Ólafur Björnsson sagði að kröfur ríkisins varðandi Grýtubakkahrepp væru þær fráleitustu sem hann hefði séð í öllu þessu ferli. Í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega túlkun og framkvæmd þjóðlendulaganna.

Skoraði fundurinn á Alþingi að breyta lögum um þjóðlendur á þann veg að land sem samkvæmt þinglýstu landamerkjabréfi eða heimildarskjali skuli teljast eignarland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert