Skorað á ráðherra að auka þorskkvótann

Stjórn Árborgar, félags smábátaeigenda á Suðurlandi, samþykkti ályktun á fundi í dag þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að bæta nú þegar 20-30 þúsund tonnum við þorskkvóta yfirstandandi fiskveiðiárs og að kvóti næsta fiskveiðiárs verði ekki undir 280.000 tonnum.

Segir í ályktuninni, að undanfarin misseri hafi þorskafli allt í kringum landið verið með eindemum góður og það sé félaginu algerlega óskiljanlegt að Hafrannsóknarstofnun skuli ekki verða vör við þessa miklu þorskgengd.

„Veiðin er slík nú á vetrarvertíð við suðurströndina að dagsafli smábáta miðast oftast við hvað þeir geta borið en ekki hvernig veiðist, oft eru bátar með fullfermi þótt aðeins sé hluti línunnar lagður í sjó.

Menn tala sífellt um að það þurfi að byggja upp þorskstofninn og komast upp úr „þessari lægð". Staðreyndin er hins vegar sú að búið er að byggja upp stofninn og í dag höfum við gríðarstóran þorskstofn á íslandsmiðum. Svo virðist sem Hafrannsóknarstofnun hafi misst allt jarðsamband og lifi í lokuðum heimi skrifræðis og vitlausra tölfulíkana varðandi þorskstofninn," segir m.a. í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka