Hótel Vesturland opnað í Borgarnesi

Hótel Vesturland var nýverið opnað í Borgarnesi, þar sem áður …
Hótel Vesturland var nýverið opnað í Borgarnesi, þar sem áður var hótelið B59. mbl.is/Theódór Kr. Þórðarson

Hjónin Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette opnuðu nýverið Hótel Vesturland í Borgarnesi þar sem áður var B59. Hótelið hefur 81 herbergi, veitingastað, bar, heilsulind og fundaraðstöðu.

Hótelinu B59 var lokað í nóvember á síðasta ári. Nýttu Halldóra og Bjarni þá tækifærið og hófu hótelrekstur, sem var lengi búið að vera á dagskrá þeirra hjóna, en þau hafa verið saman frá tvítugsaldri.

Hótelstjóri 24 ára gömul

Halldóra er mjög kunnug hótel- og veitingageiranum en aðeins 17 ára hóf hún störf með skóla á Fosshóteli í Reykholti, en Halldóra er einmitt fædd og uppalin í Reykholtsdalnum. Hún hefur starfað sem hótelstjóri á nokkrum hótelum og aðeins 24 ára gömul varð hún hótelstjóri á Fosshótel Núpum. 

Að auki starfaði hún sem móttökustjóri á Fosshótel Reykjavík þegar það var að hefja rekstur. Þar öðlaðist Halldóra mikla reynslu og segist þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir allri þeirri ábyrgð sem fylgir því að stýra hóteli.

Mikið lagt upp úr upplifun gestanna

„Ég er sjálf úr Borgarfirðinum og það er draumur að vera komin heim,“ segir Halldóra.

Hún segist leggja mikið upp úr því að fólk sem komi á hótelið upplifi „allan pakkann“ eins og hún orðar það. Bjarni maðurinn hennar er annar tveggja yfirkokka hótelsins en þau hafa einnig verið viðloðandi veitingageirann. Má þar nefna rekstur þriggja veitingastaða á Siglufirði undanfarin sex ár.

Halldóra Guðjónsdóttir, annar eigenda hótelsins.
Halldóra Guðjónsdóttir, annar eigenda hótelsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert