Ung vinstri-græn munu í tilefni dags umhverfisins í dag gefa hverjum borgarfulltrúa tvo strætómiða ásamt leiðbeiningum um það hvernig þeir geta ferðast með strætó á milli heimilis síns og ráðhússins. Segjast Ung vinstri-græn bjóða borgarfulltrúunum einnig upp á kennsluferð í strætó þeim að kostnaðarlausu æski þeir þess.
Í tilkynningu segjast Ung vinstri-græn vilja hvetja borgarfulltrúa til þess að sýna gott fordæmi í baráttunni fyrir hreinna lofti í borginni og gegn gróðurhúsaáhrifunum.
Borgarfulltrúunum verður afhent gjöfin að loknum fundi borgarstjórnar Reykjavíkur með fulltrúum Reykjavíkurráðs ungmenna sem hefst klukkan 14.