„Hljóðdeyfandi“ malbik

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is
„Til greina kemur að flytja aðra tillögu þar sem verður farið fram á að það verði prófuð steypulögn á akvegum og síðan malbikslögn með mun harðara efni en tíðkast hefur,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan, sem telur vel mögulegt að flytja inn steinefni í bikið til að gera efnið slitsterkara en tíðkast hafi, segist hafa hug á að tilraunir með slík slitlög verði gerðar sem fyrst.

Hann segir að því megi vænta tilrauna með slitlögin tvö á næstunni, jafnvel þegar í sumar, gangi allt eftir. Um yrði að ræða fjölfarna kafla á akvegum og tilraunirnar þyrfti helst að gera í samvinnu við Vegagerðina. Hann segir einnig æskilegt fyrir borgina að skoða kosti „hljóðdeyfandi“ malbiks, sem Henning Kaas, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Colas Danmark, kynnti á þingi um malbik og svifryk á Hótel Sögu á föstudag. „Ég er mjög jákvæður gagnvart því. Ég hef fengið kvartanir frá íbúum, ekki bara við stofnbrautir, heldur líka við tengigötur inni í hverfum, við nokkuð fjölfarnar götur. Hingað til hafa borgaryfirvöld reynt að draga úr þessu vandamáli með því að veita íbúum við hávaðasamar götur styrki til að þrefalda glerið hjá sér. Þannig að ég væri mjög hlynntur því að gera tilraunir með slík yfirborðsefni.“

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert