Hveragerði: Húsráðanda sleppt eftir skýrslutöku

Hveragerði.
Hveragerði. mbl.is/Magnús

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur húsráðandi hússins þar sem maður fannst liggjandi í blóði sínu í gær verið sleppt. Húsráðandi dvaldi í fangageymslum í nótt og ekki var unnt að taka af honum skýrslu í gærkvöldi vegna ölvunarástands hans. Skýrsla var hinsvegar tekin af honum í morgun og í framhaldinu var honum sleppt. Frumniðurstöður vettvangsrannsóknar benda til að átök hafi ekki átt sér stað.

Eins og fram hefur komið lést maðurinn sem fannst í húsinu í gær á sjúkrahúsi í gærkvöldi.

Sérfræðingar á vegum tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík hafa málið til rannsóknar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að í þágu rannsóknar málsins hefur vettvangi verið lokað.

Beðið er niðurstöðu réttarmeinafræðings um dánarorsök hins látna. Frumniðurstöður vettvangsrannsóknar benda til að átök hafi ekki átt sér stað. Engin er í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert